Almennt um þjónustuna

Fyrirkomulag og markmið

 

Stærðfræðin þarf ekki að vera vandamál hjá ungu fólki. Þjónustan sem ég býð upp á snýst um að greina hugsanleg vandamál nemenda á þessu sviði og bæta þar úr. Sjálfstraustið er stundum laskað og það er forgangsverkefni að styrkja það.

 

Kennslan fer fram í heimahúsi á Selfossi við ágætar aðstæður. Æfingaverkefni verða nemendum mínum aðgengileg á netinu sem og lausnir þeirra.

 

Nemandinn kemur fyrst í frían kynningartíma þar sem farið yfir óskir hans og námsefnið. Ákvörðun er síðan tekin um framhaldið og í samráði við forráðamenn sé nemandinn yngri en 18 ára.

 

Kennslustundir er best að panta með nokkrum fyrirvara.

 

Markhópurinn er framhaldsskólanemar en einnig fólk sem er að kveðja grunnskóla og vill búa sig undir nám í framhaldsskóla.

Sjá lista yfir námsefni.

 

Þjónustan er fyrst og fremst hugsuð sem einkakennsla fyrir þá sem þurfa að bæta stöðu sína í stærðfræði. Boðið er þó upp á að tveir eða þrír nemendur séu saman í tímum til að lækka kostnað. 

 

Markmiðið er alltaf að vekja sjálfstraust nemenda á þessu sviði þannig að þeir verði sjálfbjarga í náminu.

 

Stærðfræðin er í eðli sínu skemmtilegt viðfangsefni og við sjáum hana auðvitað þannig!

 

 

Verðskrá og greiðslufyrirkomulag

 

Hver kennslustund er 1 klst.

Verð fyrir staka kennslustund á hvern nemanda er:

Einkakennsla:
kr. 3000.00
Tveir nemendur:
kr. 2500.00
Þrír nemendur:
kr. 2000.00

Innifalið í verðum eru verkefni og lausnir ef óskað er

Fyrsta kennslustund kostar aðeins 1500 kr.

Fimmta hver kennslustund hvers nemanda er ókeypis.

 

Verðskráin gildir fyrir þjónustu veitta fyrir lok nóvember 2016. 

Greiðslur eru millifærðar á reikn.  0325-26-000282,  kt. 260445-3409.

  

Hér er hægt að panta þjónustuna.